- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775-6134
- landstolpi@landstolpi.is
Kálfafóstran Urban Alma Pro Smart Touch:
DairyPower er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í hönnun og framleiðslu á flórsköfukerfum. Kerfin frá þeim hafa marga eiginleika sem gera þau að öruggustu og bilanaminnstu flórsköfukerfum í heimi. Flórsköfukerfum hefur í gegnum tíðina verið stjórnað með reipi, vír eða keðju. Flórsköfukerfunum frá DairyPower er stjórnað með sjálfvirku vökvakerfi sem þýðir að það eru færri hreyfanlegir hlutir og mun minni líkur á bilun.
Ef fjósið er þannig hannað að dýrin þurfi reglulega að fara yfir fóðurganginn, t.d. þegar kýr fara í mjaltir, þá er mjög hagkvæmt að setja upp lyftibrú. Einnig getur hún komið á góðum notum ef færa á gripi milli svæða eða deilda í húsinu eða ef þeir þurfa að komast út úr húsinu um fóðurganginn.
Flórsköfuróbótinn JozTech er hljóðlátur og hreinsar flórana vel. Hann getur farið inn í horn á hægum hraða og notar skynjara sér til stuðnings. Með því að nota flórsköfuróbót er gólfið alveg laust við aukahluti eins og flórsköfur, keðjur, bita og þess háttar sem annars þarf. Einnig verða ekki leifar af skít eftir á enda flórs.
Kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan og þurfa því ekki að bakka út úr honum þegar þær hafa étið.
Þegar kýrnar þurfa að bakka út úr kjarnfóðurbás getur komið fyrir að aðrar kýr reki þær út úr honum. Það getur leitt til aukins álags og jafnvel meiðsla á fætur og klaufir. Til þess að sporna við þessu hafa þeir hjá Hanskamp þróað kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan. Kúm sem eru neðar í virðingarstiganum líður betur og finnst þær öruggari því um leið og kjarnfóðurbásinn lokast geta kýrnar byrjað að éta í friði.
Kjarnfóðurbásinn kemur með búnaði sem nefnist „pipe-feeder“ og með þeim búnaðir minnkar hávaðinn þegar fóðrið kemur og sömuleiðis minnka líkur á ryki. Í þessu er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að meira kjarnfóður komi í skálina þegar búið er að gefa kúnum rétt magn.
Hefðbundinn kjarnfóðurbás sem auðvelt er að setja upp. Til þess að auka þægindi fyrir kýrnar við notkun kjarnfóðurbássins er hægt að setja upp þjófavarnarhlið á hann. Þá lokast hliðið þegar kýrin er komin inn í básinn og hún verður þá ekki rekin út úr honum af öðrum stærri eða frekari kúm.
Kjarnfóðurbásinn kemur með búnaði sem nefnist „pipe-feeder“ og með þeim búnaðir minnkar hávaðinn þegar fóðrið kemur og sömuleiðis minnka líkur á ryki. Í þessu er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að meira kjarnfóður komi í skálina þegar búið er að gefa kúnum rétt magn.