- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
Á undanförnum árum hefur Landstólpi verið leiðandi aðili í innflutningi og hönnun á hagkvæmum innréttingum og tæknibúnaði í nútíma fjós. Frá upphafi hefur fyrirtækið kappkostað við að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu auk þess að sérhæfa sig í því að breyta gömlum fjósum og hanna ný með velferð gripanna og vinnusparnað að leiðarljósi.
Á árunum 2009-2011 hóf fyrirtækið eigin framleiðslu á millgrindum, skágrindum, stólpum og fleiru sem fram að því hafði allt verið keypt erlendis frá og erum við því stolt að geta boðið upp á íslenska framleiðslu.
Landstólpi býður upp á faglega ráðgjöf í fjósbyggingum sem og í:
Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.
Við látum sérsmíða milligerðir hjá Spinder fyrir íslenskar kýr og erum einnig með plastmilligerðir (velferðarmillgerðir).
Hér eru taldar upp helstu festingar og stólpar sem notaðir eru í innréttingar. Einnig erum við með fleiri tegundir festinga á lager hjá okkur.
Gjafagrind fyrir smákálfa með kjarnfóðurskammtara. Fáanleg í mörgum lengdum.
Kálfaboxin frá Agri-Plastics eru hönnuð með það í huga að kálfurinn fái heilbrigða byrjun á lífinu. Hann dvelur stutt í boxinu áður en hann fer í stærra rými.
Kálfaboxin eru með ristuðu plastgólfi sem hjálpa til með að auka loftgæði. Auk þess er auðvelt að þrífa þau fyrir aukið hreinlæti.
Valkvæðir aukahlutir fyrir kálfaboxin:
Kálfabox á palli með fótum
Kálfabox á palli með fótum er gert fyrir hámarks drenun, úr gólfi með raufum sem er lyft frá jörðinni á galvaniseruðum járnfótum.
Kálfabox á hjólum
Auðveldlega er hægt að breyta um staðsetningu færanlegra kálfaboxa með því að nota hjólin sem eru undir gólfinu.
Kálfarnir þínir eru verðmæt fjárfesting og því er gott að verja þau frá álagi með tvöfalda breytanlega kálfaboxinu frá Agri-Plastics. Þessi gerð kálfaboxa er sú fyrsta á markaðnum sem betur breyst úr einstaklingsstíum í hópstíu, og til baka, með færanlegum milliveggjum. Þessi nýstárlega lausn gerir það að verkum að þeir geta ýmist verið einir í stíu eða saman þegar þeir eru tilbúnir.
Við bjóðum upp á tvær gerðir af breytanlegum kálfastíum sem henta þínum þörfum. Hægt er að velja úr tvenns lags baki á boxunum. Annars vegar með grindarbaki sem auðveldar sýn inn í boxið og aðgengileika eða með heilu baki með loftunargötum, sem geta hentað mismunandi fjósum og veðri.
Meðfylgjandi með breytanlegu kálfastíunum er:
Við framleiðum milligrindur í eftirfarandi stærðum (lengd/hæð):
Við framleiðum skágrindur/átgrindur fyrir allar stærðir nautgripa.
18 mánaða og eldri lengd/átbil
Steinbitarnir eru framleiddir í Hollandi eftir ströngustu gæðakröfum og framleiðslan er vottuð frá upphafi til enda.
Endilega kynnið ykkur stærðartöflu sem er sjáanleg hér neðar á síðunni.