Við kynnum til leiks nýtt umboð! Kivi-Pekka selur öflugar finnskar grjóttökuvélar sem eru hannaðar til að hreinsa steina úr akur- og túnjörðum á fljótlegan og skilvirkan hátt.
Vélin safnar steinum inn í tromlu þar sem mold og jarðvegur sigtast frá.
Grjóttökuvélarnar frá Kivi-Pekka eru framleiddar í nokkrum breiddum, þ.e. frá 3,3m upp í 7m.
Með sterkri smíði, einföldu viðhaldi og miklum afköstum eru grjóttökuvélarnar traust og öflug tæki sem spara tíma, vinnu og kostnað við jarðvinnslu.
Kynnið ykkur málið og heyrið í sölumanni vélasviðs í síma 480 5600 eða í netfangið landstolpi@landstolpi.is