Reikningsviðskipti

Reikningsviðskipti

UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI 

Til að sækja um, og vera í reikningsviðskiptum við Landstólpa þarf að fylla út meðfylgjandi umsókn. Mánaðarleg reikningsviðskipti eru háð því skilyrði að vöruúttektir eru á gjalddaga fyrsta dags næsta mánaðar eftir úttektarmánuð og eindagi er 15 dögum síðar, nema að um annað sé sérstaklega samið. Skilyrði fyrir samþykki reikningsumsóknar er að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland.

Hafi greiðsla ekki borist áskilur Landstólpi ehf. sér rétt til að reikna dráttarvexti og jafnframt að stöðva frekari úttektir þar til full skil hafa verið gerð.

Samþykki persónuupplýsinga
Um leið og þú sendir okkur útfyllta umsókn heimilar þú félaginu að meðhöndla allar tilteknar upplýsingar, að móttaka, skoða, geyma og eyða skv. verklagsreglum Landstólpa. Með persónugreinanleg gögn er farið skv. gildandi persónuverndarstefnu félagsins.

Vinsamlegast lesið yfir viðskiptaskilmála okkar áður en umsókn er útfyllt. 

Þegar umsókn hefur verið send áskiljum við okkur 3-5 virka daga í afgreiðslufrest. Ef umsókn er samþykkt munum við senda viðkomandi viðskiptavin samning til undirritunar. Viðskiptavinur er beðinn um að  senda okkur frumrit til baka, að því loknu eru reikningsviðskipti staðfest.

UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI - EINSTAKLINGUR

UMSÓKN UM REIKNINGSVIÐSKIPTI - LÖGAÐILI