Um okkur

Landstólpi ehf. var stofnað árið 2000. Starfsemi Landstólpa skiptist í mannvirkjasvið, þjónustusvið, fóðursvið og vélsmiðju þar sem eigin framleiðsla fer fram. Einnig rekur Landstólpi tvær verslanir ásamt lager.

 Hjá Landstólpa starfa hátt í 50 manns og lögð er rík áhersla á gott og faglegt vinnuumhverfi þar sem að fólki líður vel.

Landstólpi fánar

Landstólpi var í upphafi fyrst og fremst í hönnun og ráðgjöf við breytingar á eldri fjósum í nútímaleg lausagöngufjós. Fyrirtækið byrjaði í innflutningi á innréttingum, steinbitum og tæknibúnaði í fjós.  

 Á árunum 2002 til 2004 fjölgaði fyrirtækið vöruflokkum og hóf innflutning á mykjupokum, Urban kálfafóstrum og UBA-loftræsikerfum. Á þessum árum var fjölmörgum fjósum breytt og var starfsmönnum fjölgað til að anna eftirspurn.  

 Árið 2005 komu stálgrindarhús frá H. Hardeman í Hollandi til sögunnar og varð í kjölfarið mikil breyting á rekstri Landstólpa. Landstólpi byrjaði að bjóða upp á svo gott sem heildarlausnir í fjósbyggingum, það er að segja yfirbygginguna, innréttingar, steinbita, gjafakerfi og ýmsan tæknibúnað. Fjölmargir bændur nýttu sér þennan hagkvæma valkost og nú hafa verið afgreidd ríflega 150 stálgrindarhús af öllum stærðum og gerðum, fjós, fjárhús, hesthús, reiðhallir, vélaskemmur og iðnaðarhúsnæði. Landstólpi er alhliða verktaki í lokuðum útboðum.

Landstólpi lyftur

Landstólpi hóf einnig í samvinnu við DeHeus í Hollandi tilraunir á þróun kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr á Íslandi. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið eignast góðan tækjakost til að leysa hin ýmsu verkefni.  

 

Landstólpi skrifstofur

 Á árunum 2009-2011 nær hrundi salan á stálgrindarhúsum vegna efnahagshrunsins. Fyrirtækið hóf eigin framleiðslu á milligrindum, skágrindum, stólpum og fleiru sem fram að því hafði allt verið keypt erlendis frá. Fóður og bætiefni urðu sífellt stærri hluti af starfseminni og var kjarnfóður flutt á kranabíl á þó nokkur bú. Landstólpi opnaði einnig litla verslun í höfuðstöðvum sínum og útibú á Egilsstöðum. Árið 2011 hóf Landstólpi innflutning á hágæða gæludýrafóðri frá Josera í Þýskalandi.  

 Árið 2012 fer sala á stálgrindarhúsum að taka við sér aftur eftir efnahagshrun. Landstólpi stimplaði sig einnig fastar inn sem alhliða verktaki með öflugan tækjakost og topp starfsfólk. Kjarnfóðrið frá Landstólpa og DeHeus hefur reynst einstaklega vel og voru gerðar ráðstafanir með frekari dreifingu á því. Fagleg fóðurráðgjöf og hörð samkeppni var veitt á fóðurmarkaði, bændum til hagsbóta.  

 Fóðurbíll

 Árið 2015 hafði Landstólpi náð u.þ.b. 15% markaðshlutdeild ef tekið er mið af mjólkurframleiðslu þar sem sífellt fjölgaði í hópi ánægðra viðskiptavina á kjarnfóðri fyrir kýr. Vélsmiðjan í höfuðstöðvum fyrirtækisins framleiðir í dag gríðarlega mikið af grindum og festingum. Fóður og bætiefni fyrir nautgripi, sauðfé, hross og hænur er í stöðugum vexti og gæludýrafóðrið frá Josera hefur einnig fest sig í sessi sem hágæða vara.

 Árið 2017 hóf Landstólpi innflutning á Fullwood Merlin mjaltaþjónum. Fyrirtækið Fullwood hefur verið að hanna mjaltaþjóna í yfir 20 ár og einbeitt sér að því að koma með bestu lausnirnar til að tryggja öruggar og skilvirkar mjaltir fyrir alla sína kúabændur. Einnig hóf Landstólpi sölu á Fullwood Packo mjólkurtönkum á sama tíma. Þetta var enn eitt skrefið í því að geta veitt kúabændum heildarlausn.

Landstólpi starfsfólk

Landstólpi er í dag orðinn þekktur alhliðaverktaki ásamt því að vera orðið leiðandi fyrirtæki á mörgun sviðum sem landbúnaðarfyrirtæki, byggingarfyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, innflutningsfyrirtæki og ráðgjöf og hönnun.