Kynning

Frá hugmynd að húsi 

Stálgrindarhús

Einn staður - allar lausnir

Sem húsbyggjandi getur þú leitað til Landstólpa með allt frá fyrstu hugmynd til fullmótaðra aðaluppdrátta. Sért þú með hugmynd þá gerir Landstólpi hana að veruleika í formi grunnmynda og/eða 3D módela. Fyrirtækið er í nánu samstarfi við öflugar verkfræðistofur og getur því útvegað allar tækniteikningar sem nauðsyn er á en þú sem húsbyggjandi færð alla þjónustuna hjá Landstólpa. 

Vönduð smíði

Landstólpi hefur á undanförnum 15 árum varið mikilli vinnu í að aðlaga húsin sín íslenskum aðstæðum. Húsin eru framleidd í Hollandi af H. Hardeman BV og hjá sama aðila fer burðarþolshönnun fram ásamt útfærsla frágangsdeila. Stálgrind, samlokueiningar og áfellur eru því hannaðar og framleiddar í sömu verksmiðju svo öryggi um samræmingu er óskeikult. Þá er öll framleiðsa CE-merkt. 

Alhliða verktaki

Húsin frá Landstólpa eru í langflestum tilfellum sett upp af eigin uppsetningarteymi. Fyrirtækið hefur yfir að ráða öflugum tækjakosti svo sem kranabílum, vinnulyftum og sérhæfðum verkfærum sem flýta fyrir framkvæmdinni. Það hefur einnig stimplað sig fast inn sem alhliða verktaki og hafa þó nokkur stór verkefni verið unnin af Landstólpa frá "A til Ö".

Sendu okkur fyrirspurn

Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur verðfyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.

SENDA VERÐFYRIRSPURN

Vörur

Engar vörur í flokki

Vöruflokkar