McHale - Umsagnir

Sigurður Loftsson

Sigurður Loftsson, Steinsholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Sláttuvél - R3100 - Afturvél

Þar sem að fyrri sláttur er búinn hjá flestum fannst okkur alveg tilvalið að heyra í honum Sigurði Loftssyni í Steinsholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og athuga hvernig gengið hefði með nýju McHale sláttuvélina. Sigurður og Sigríður Björk Gylfadóttir festu kaup á afturvél, R3100 hjá okkur í byrjun júní síðastliðinn (2020).

 Sigurður var hæstánægður með gripinn og nefndi eftirfarandi atriði sem við fengum góðfúslegt leyfi til þess að birta hér með.

 Vélin hefur sterklegan ramma, armurinn er vel útbúinn og togar vélina skemmtilega áfram. Hægt er að taka þrýstinginn af vélinni við frágang og þar með losað um alla spennu sem er mjög góður kostur. Maður finnur ekki fyrir vélinni í flutningi.
 

Sigurður Loftsson

 Ég hef aldrei notað afturvél sem fylgir landinu jafn vel og er eins stöðug og þessi vél, og vert er að nefna að vélin hefur verið notuð í margskonar aðstæðum.

McHale Kúskerpi

Halldór og Sigurður Einarssynir, Kúskerpi efh. í Skagafirði

Rúllusamstæða- Fusion 3 Plus

Hér má sjá hann Sigurð Inga Einarsson taka við McHale Fusion 3 Plus rúllusamstæðu fyrir hönd Kúskerpis ehf. í Skagafirði. Þess má geta að Kúskerpisbændurnir eru verktakar og einnig miklir aðdáendur grænu vélanna og eiga þeir þrjár McHale rúllusamstæður.

Kúskerpi ehf. í Skagafirði hefur átt fimm McHale vélar frá árinu2011 og núna eigum við þrjár vélar sem við notum í verktöku og heima við. Við bræður á Kúskerpi erum sérlega ánægðir með að vélarnar eru áreiðanlegar, afkastamiklar og endingargóðar og sömuleiðis mjög ánægðir með brautarlausa sópinn í nýrri vélunum. Hann tekur vel upp af túninu og er sterkur.

Kúskerpi - Umsögn

Við mælum hiklaust með McHale.

Vörur

Engar vörur í flokki

Vöruflokkar