Bakki í Víðidal

 

Örn Óli Andrésson og Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, Bakka í Víðadal

 

Bakki

Viðtal við Örn í október 2018

Í tilefni þess að eitt ár er liðið síðan að fyrsti Fullwood M2erlin mjaltaþjónninn var tekinn í notkun á Íslandi fannst okkur alveg tilvalið að heyra í eigendum hans, honum Erni Óla Andréssyni og Dagnýju Sigurlaugu Ragnarsdóttur á Bakka í Víðidal og sjá hvernig mjaltaþjónninn hefði reynst þeim. 

 Við heyrðum í Erni Óla snemma morguns þegar að hann var í fjósverkunum.

 Hvernig hefur fyrsta mjaltaþjónsárið gengið?

Það hefur gengið mjög vel og ef eitthvað er þá hefur það farið framúr væntingum.

 Hefur mjaltaþjónninn stoppað oft á árinu vegna alvarlegra bilana?

Nei, aldrei.

 Hvernig er ykkar reynsla af þjónustunni?

Þjónustan hefur verið góð og við erum mjög ánægð með þjónustumennina sem geta alltaf svarað og gefið ráð ef það er eitthvað sem við þörfnumst. Við höfum nú líka ekki mikið þurft á henni að halda þar sem að engar alvarlegar bilanir hafa komið upp.

 Stendur Merlin undir væntingum?

Já hann stendur sannarlega undir væntingum. Ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann fyrst í Hollandi, þar sem ég sá alla kosti hans sem pössuðu vel fyrir íslensku kýrnar. Stærsti kosturinn er að geta sett handvirkt á, t.d. þegar kvígur og nýbornar kýr eru að koma fyrst inn þá er mjög gott að geta sett á þær handvirkt til þess að halda þeim rólegum, þá setjum við á þær í fyrstu tvö skiptin og eftir það verðum við ekki var við nein vandamál. Flokkunarhliðin eru einnig stór kostur, við vorum t.d. með slasaða kýr og það var mjög auðvelt að taka hana frá með hjálp hliðanna, svo gott að geta stýrt þessu vel. Einnig er hann ótrúlega fljótur að setja á og armurinn kemst líka mjög neðarlega. Hann horfir ekki bara á laser-inn þegar hann er að byrja heldur notar hann minnið líka sem hjálpar til.

 Hafa fitusýrurnar farið upp síðan að þið skiptuð yfir í mjaltaþjón? 

Nei, þær eru á svipuðum stað, meðaltalið er 0,31. Mjólkurgæðin eru ótrúlega góð og mjólkin er alltaf jafngóð þó svo að hún hafi staðið í ísskáp í fjóra daga.

 Hefur líftala verið í lagi? 

Meðaltal líftölu hefur verið í kringum 15.

 Ertu að nýta þér efnagreininguna í M2erlin forritinu?

Já, við erum að nýta hana og hún virðist passa nokkuð vel. Þetta er feiknagott hjálpartæki og prentar út fyrir okkur upplýsingar ef eitthvað kemur upp á. Okkur hefur gengið mjög vel að komast í gegnum þetta kerfi. 

Og eruð þið að sjá þegar það kemur súrdoði, eruð þið að horfa á fitu- og próteinhlutföllin minnka? 

Já, við sjáum það.

 Er eitthvað fleira sem þið eruð að nýta ykkur í M2erlin forritinu?

Við erum aðeins byrjuð í sambandi við lyfin og skráum inn allar dagsetningar sem er mjög gott, sérstaklega þegar að dýralæknirinn kemur þá bara kíkir hann í tölvuna.

 Er eitthvað sem að þið munduð gera öðruvísi núna ef þið væruð að taka í notkun mjaltaþjón heldur en þið gerðuð fyrir ári síðan? 

Nei, ég held bara ekki, þetta var mjög góður tími.

 Finnst ykkur mikill munur vera á því að vera kúabóndi í mjaltabás eða með mjaltaþjón? 

Já! Það er svo sannarlega mjög mikill munur, okkur finnst mun skemmtilegra að vera með mjaltaþjóninn, maður sér líka bara hvað kýrnar eru miklu afslappaðri og rólegri. Þeim líður betur og mun meiri ró komst á í fjósinu stuttu eftir að mjaltaþjónninn kom. Einnig tókum við eftir því að á morgnana var alltaf mjólkurslóð um allt fjósið, vegna lengdar á milli mjalta sem var alltaf í kringum 12 tímana en í dag sést hún varla. Undanfarin ár höfum við alltaf haft vinnumann til aðstoðar en núna í sumar þurftum við ekki aðstoðina þar sem við erum mun frjálsari vegna mjaltaþjónsins.

 Við viljum þakka Erni fyrir að gefa sér tíma í að svara þessum spurningum fyrir okkur og óskum honum og Dagnýju til hamingju með 1 árs afmæli „fjósamannsins“.

Vörur

Engar vörur í flokki

Vöruflokkar