Umsagnir - Stálgrindarhús

Eimskip - Framkvæmdahraðinn einstakur

„Landstólpi kom með hagstæðasta tilboðið í verkið. Eimskip hefur mjög góða reynslu af viðskiptum við Landstólpa úr fyrri verkum, en fyrirtækið hafði áður m.a. byggt vörudreifingarmiðstöð á Reyðarfirði og gert upp stórt vöruhús við Norðurgarð á Húsavík. Landstólpahúsin frá Hardeman eru líka mjög vönduð og góð hús sem hafa reynst vel” segir Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskipa innanlands, en Landstólpi hefur nýlega lokið við byggingu nýrrar kæligeymslu fyrir Eimskip við Sundahöfn. Verkið þykir hafa unnist vel og nefnir Guðmundur að það hefi ekki liðið “nema 42 dagar frá því byrjað var að reisa stálgrindina í þessari 1.050 m² kæligeymslu þar til við gátum tekið húsið í notkun.” 

Eimskip

Við stórar framkvæmdir sem þessa verða samskipti á milli framkvæmdaaðila óhjá­kvæmilega mikil og krefjast mikillar samvinnu og samskipta.

Guð­mundur Nikulásson:

Öll samskipti við Landstólpa hafa verið einstaklega góð. Þeir hafa úrvals mannskap sem býr yfir mikilli reynslu og kann vel til verka sem skipti miklu máli þar sem verkið var unnið undir mikilli tímapressu. Við slíkar aðstæður reynir auðvitað mikið á að samskiptin séu góð og að fullt traust ríki á milli aðila. Ég held að þetta verkefni sýni vel að þegar menn starfa lausnamiðað að verkefnum, horfa saman á þá hluti sem mestu máli skipta og snúa bökum saman, þá vinnast verkin best.

Að sögn Guðmundar kemur nýja stálgrindarhúsið til með að breyta miklu fyrir Eimskip þar sem að kæligeymslan stækkar úr 650 m² í 1700 m². Nýja kæligeymslan kemur til með að bæta vörumeðhöndlun og auka afköst við afgreiðslu sendinga í dreifingu. “Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir kæligeymsluþjónustu í vöruhótelstarfseminni hjá Eimskip og var því orðið mjög brýnt fyrir okkur að stækka aðstöðuna til að geta uppfyllt þarfir viðskiptavina félagsins.” 

Guðmundur Nikulásson

Guðmundur Nikulásson

Aðspurður að því hvort hann myndi gera eitthvað öðruvísi í dag segir Guðmundur svo ekki vera, þau séu mjög ánægð með húsið og að það standi fyllilega undir öllum þeirra væntingum.

“Við hjá Eimskip erum mjög ánægð með samskiptin við Landstólpa og færum fyrirtækinu og þeirra frá­bæru starfsmönnum kærar þakkir fyrir vel unnið verk sem var lokið á tilsettum tíma og uppfyllir allar okkar væntingar.”

Vöruhús fyrir Sláturfélag Suðurlands

SS

Mynd tekin í maí 2016 þegar gólfið í nýja húsinu var steypt

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS):

Landstólpi bauð lægst í fyrri skemmuna og reisti hana. Fyrirtækið stóð við allt sitt og rúmlega það. Við sáum því enga ástæðu til að bjóða út seinni skemmuna heldur sömdum beint við Landstólpa á hliðstæðum einingaverðum.

Steinþór segir ofangreint í tilefni af því að félagið hefur tekið í notkun 1.500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn, stálgrindahús frá Landstólpa, og fyrirtækið annaðist verkið allt. Vegghæð 8 metrar, hæð í ris 12 metrar. 

„Við áttum ákaflega farsælt og gott samstarf við Landstóla, þar stóð allt eins og stafur á bók. Húsin tvö eru afar vönduð í alla staði,“ bætir Hjalti H. Hjaltason fjármálastjóri við. Hann var helsti tengiliður á framkvæmdatímanum af hálfu Sláturfélagsins.

SS

Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa; Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri SS og Steinþór Skúlason forstjóri SS.

Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2016 og þeim lauk núna í október. Nýja vöruhúsið er við hlið nákvæmlega eins skemmu sem Landstólpi reisti líka og SS tók í notkun haustið 2014. 

SS skipar upp innfluttum áburði frá norska fyrirtækinu Yara í tíu höfnum á landinu en umsvifin eru mest í Þorlákshöfn, þar fara í gegn 10.000 tonn á ári eða þar um bil. Vöruhúsin tvö skapa forsendur til að útvega bændum vöruna á eins góðum kjörum og unnt er. 

Við getum keypt áburð erlendis þegar verðið er lægst, flutt hingað heim til geymslu við bestu aðstæður og afhent kaupendum að vori. Húsin eru líka sérlega vel hönnuð til síns brúks. Á þeim eru til dæmis margar dyr sem gerir mögulegt að ná út mismunandi tegundum áburðar þótt skemmurnar séu fullar.

Sláturfélagsmenn gerðu sér, verktökum, bændum, öðrum viðskiptavinum og fleirum dagamun 3. nóvember í opnu, nýju vöruhúsi í Þorlákshöfn. Þar var margt um manninn og kokkar buðu dýrindis kjötsúpu á báða bóga. Starfsmenn Landstólpa voru á vettvangi og kynntu gestum fjósbyggingar og ýmis tæki og tól til að létta þeim bústörfin.

Gestaskari í eldishúsi í Hvítanesi

Hátt í 400 manns komu á þremur klukkustundum í Hvítanes í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 27. ágúst 2017 til að skoða sérhannað nautaeldishús frá Landstólpa sem bændur þar höfðu nýtekið í notkun. 

Húsið er 560 fermetrar og hannað með stíum sem hæfa hverju æviskeiði, allt frá nýbornum kálfum til fullvaxta nauta. Þarna rúmast allt að 150 gripir og nautin eru flutt til slátrunar 18-20 mánaða gömul. 

Hvítanes

Margrét Magnúsdóttir og Marinó Tryggvason í Hvítanesi ásamt syninum Jóni Þór í nýja húsinu.
Jón Þór er bústjóri, nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri.

Landstólpi útfærði hugmyndir heimamanna og fullhannaði byggingina, að hluta til í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Landstólpi reisti húsið sjálft með steyptum bitum í stíum og öllum innréttingum. Heildarlausn með öðrum orðum. Fjallað var um verkefnið í Bændablaðinu 8. september. 

Marinó Tryggvason, Hvítanesi:

Reynslan fyrstu vikurnar er fyllilega í samræmi við væntingar. Húsið er vel hannað, þægilegt að vinna í, bjart og góð vistarvera fyrir gripina. Við erum afskaplega ánægð með framkvæmdina að öllu leyti. Landstólpamenn ganga afar skipulega og fumlaust til verks, greinilega þrautreyndir í því sem þeir gera og virðast hreinlega hugsa eins og einn maður!  Framkvæmdahraðinn var mikill, eiginlega var það lyginni líkast á köflum. Þarna sannaðist líka að tíminn er peningar. Við byrjuðum að grafa fyrir grunninum skömmu fyrir jól, tókum fyrstu nautin í hús núna í ágústbyrjun og sendum í sláturhús tveimur vikum síðar.

Ánægja með fjós og fóðurkerfi á Kúskerpi

Halldór Jóhann Einarsson, einn eigenda 120 kúa fjóss á Kúskerpi í Skagafirði:

Hér virkar allt eins og ætlast er til og ekkert umtalsvert kom upp á fyrstu vikurnar. Fóðurkerfið stendur fyrir sínu sem slíkt en við prófum okkur enn áfram með að finna hina fullkomnu blöndu fóðurs, sem er eðlilegt.

Kúskerpi

Bændur á Úlfsstöðum og Kúskerpi í nýja fjósinu, Trioliet-fóðurkerfið í bakgrunni. 
Frá vinstri: Sigurður Ingi Einarsson, Einar Halldórsson, Kolbrún Erla Grétarsdóttir, Halldór Jóhann Einarsson og María Jóhannsdóttir.

Landstólpi hannaði bygginguna í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og reisti síðan stálgrindarhús með innréttingum, loftræstingarbúnaði, hurðum og gluggum. Byrjað var að grafa grunn í október 2015 og kýr voru mjólkaðar í fjósinu í fyrsta sinn 19. júlí 2016.

Í frásögur færandi er svo að þarna var sett upp fyrsta fóðurkerfið frá hollenska fyrirtækinu Trioliet á Íslandi, sjálfvirkt heilfóðurkerfi með gjafaróbót og rafmagnsblandara.

„Hér voru fjórir menn frá Landstólpa og Trioliet að setja upp fóðurkerfið og sjá til þess að allt virkaði. Einn Hollendingurinn varð eftir og fylgdist með dögum saman til að fullvissa sig um að allt væri í lagi. Ég er mjög ánægður með þjónustuna. Síðar kom einu sinni upp villutilkynning í tölvukerfinu sem við réðum ekki við en Landstólpi brást strax við og kippti þessu í liðinn í samvinnu við sérfræðinga Trioliet í Hollandi, sem eru tengdir kerfinu. Þeir fylgjast með búnaðinum á Netinu og geta gripið inn í ef þörf krefur. Mikið öryggi fyrir okkur að vita af því.“ 

Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa, segir að Trioliet sýni Landstólpa mikið traust með því að taka upp samstarf við fyrirtækið og gera það að umboðsaðila sínum á Íslandi. Þá sýni sig enn einu sinni, í verkefninu á Kúskerpi, hve miklu máli það skipti viðskiptavinina, bændur á Úlfstöðum og Kúskerpi, að fela Landstólpa atburðarásina alla „frá hönnun að húsi“; það er að segja að annast hönnun, skipulag og framkvæmd verksins. Þannig sé unnt að ganga markvisst til verks í samstarfi við bændur og aðra verktaka og ljúka framkvæmdum mun fyrr en ella. Slík heildarlausn spari bæði tíma og fjármuni.