- Kt. 551200-2130
- Neyðarnúmer varahluta: 775 6134 (15. júní til 30. ágúst) - Gjaldskylt
- landstolpi@landstolpi.is
„Landstólpi kom með hagstæðasta tilboðið í verkið. Eimskip hefur mjög góða reynslu af viðskiptum við Landstólpa úr fyrri verkum, en fyrirtækið hafði áður m.a. byggt vörudreifingarmiðstöð á Reyðarfirði og gert upp stórt vöruhús við Norðurgarð á Húsavík. Landstólpahúsin frá Hardeman eru líka mjög vönduð og góð hús sem hafa reynst vel” segir Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri Eimskipa innanlands, en Landstólpi hefur nýlega lokið við byggingu nýrrar kæligeymslu fyrir Eimskip við Sundahöfn. Verkið þykir hafa unnist vel og nefnir Guðmundur að það hefi ekki liðið “nema 42 dagar frá því byrjað var að reisa stálgrindina í þessari 1.050 m² kæligeymslu þar til við gátum tekið húsið í notkun.”
Við stórar framkvæmdir sem þessa verða samskipti á milli framkvæmdaaðila óhjákvæmilega mikil og krefjast mikillar samvinnu og samskipta.
Að sögn Guðmundar kemur nýja stálgrindarhúsið til með að breyta miklu fyrir Eimskip þar sem að kæligeymslan stækkar úr 650 m² í 1700 m². Nýja kæligeymslan kemur til með að bæta vörumeðhöndlun og auka afköst við afgreiðslu sendinga í dreifingu. “Vaxandi eftirspurn hefur verið eftir kæligeymsluþjónustu í vöruhótelstarfseminni hjá Eimskip og var því orðið mjög brýnt fyrir okkur að stækka aðstöðuna til að geta uppfyllt þarfir viðskiptavina félagsins.”
Aðspurður að því hvort hann myndi gera eitthvað öðruvísi í dag segir Guðmundur svo ekki vera, þau séu mjög ánægð með húsið og að það standi fyllilega undir öllum þeirra væntingum.
Steinþór segir ofangreint í tilefni af því að félagið hefur tekið í notkun 1.500 fermetra vöruhús í Þorlákshöfn, stálgrindahús frá Landstólpa, og fyrirtækið annaðist verkið allt. Vegghæð 8 metrar, hæð í ris 12 metrar.
„Við áttum ákaflega farsælt og gott samstarf við Landstóla, þar stóð allt eins og stafur á bók. Húsin tvö eru afar vönduð í alla staði,“ bætir Hjalti H. Hjaltason fjármálastjóri við. Hann var helsti tengiliður á framkvæmdatímanum af hálfu Sláturfélagsins.
Framkvæmdir hófust í byrjun árs 2016 og þeim lauk núna í október. Nýja vöruhúsið er við hlið nákvæmlega eins skemmu sem Landstólpi reisti líka og SS tók í notkun haustið 2014.
SS skipar upp innfluttum áburði frá norska fyrirtækinu Yara í tíu höfnum á landinu en umsvifin eru mest í Þorlákshöfn, þar fara í gegn 10.000 tonn á ári eða þar um bil. Vöruhúsin tvö skapa forsendur til að útvega bændum vöruna á eins góðum kjörum og unnt er.
Sláturfélagsmenn gerðu sér, verktökum, bændum, öðrum viðskiptavinum og fleirum dagamun 3. nóvember í opnu, nýju vöruhúsi í Þorlákshöfn. Þar var margt um manninn og kokkar buðu dýrindis kjötsúpu á báða bóga. Starfsmenn Landstólpa voru á vettvangi og kynntu gestum fjósbyggingar og ýmis tæki og tól til að létta þeim bústörfin.
Hátt í 400 manns komu á þremur klukkustundum í Hvítanes í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 27. ágúst 2017 til að skoða sérhannað nautaeldishús frá Landstólpa sem bændur þar höfðu nýtekið í notkun.
Húsið er 560 fermetrar og hannað með stíum sem hæfa hverju æviskeiði, allt frá nýbornum kálfum til fullvaxta nauta. Þarna rúmast allt að 150 gripir og nautin eru flutt til slátrunar 18-20 mánaða gömul.
Landstólpi útfærði hugmyndir heimamanna og fullhannaði byggingina, að hluta til í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Landstólpi reisti húsið sjálft með steyptum bitum í stíum og öllum innréttingum. Heildarlausn með öðrum orðum. Fjallað var um verkefnið í Bændablaðinu 8. september.
Landstólpi hannaði bygginguna í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og reisti síðan stálgrindarhús með innréttingum, loftræstingarbúnaði, hurðum og gluggum. Byrjað var að grafa grunn í október 2015 og kýr voru mjólkaðar í fjósinu í fyrsta sinn 19. júlí 2016.
Í frásögur færandi er svo að þarna var sett upp fyrsta fóðurkerfið frá hollenska fyrirtækinu Trioliet á Íslandi, sjálfvirkt heilfóðurkerfi með gjafaróbót og rafmagnsblandara.
Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa, segir að Trioliet sýni Landstólpa mikið traust með því að taka upp samstarf við fyrirtækið og gera það að umboðsaðila sínum á Íslandi. Þá sýni sig enn einu sinni, í verkefninu á Kúskerpi, hve miklu máli það skipti viðskiptavinina, bændur á Úlfstöðum og Kúskerpi, að fela Landstólpa atburðarásina alla „frá hönnun að húsi“; það er að segja að annast hönnun, skipulag og framkvæmd verksins. Þannig sé unnt að ganga markvisst til verks í samstarfi við bændur og aðra verktaka og ljúka framkvæmdum mun fyrr en ella. Slík heildarlausn spari bæði tíma og fjármuni.