Til baka
Kjarnfóðurbás Walk-through
Kjarnfóðurbás Walk-through

Kjarnfóðurbás Walk-through

Vörunr.

 

Kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan og þurfa því ekki að bakka út úr honum þegar þær hafa étið.

Þegar kýrnar þurfa að bakka út úr kjarnfóðurbás getur komið fyrir að aðrar kýr reki þær út úr honum. Það getur leitt til aukins álags og jafnvel meiðsla á fætur og klaufir. Til  þess að sporna við þessu hafa þeir hjá Hanskamp þróað kjarnfóðurbás þar sem kýrnar fara út að framan. Kúm sem eru neðar í virðingarstiganum líður betur og finnst þær öruggari því um leið og kjarnfóðurbásinn lokast geta kýrnar byrjað að éta  í friði.

Kjarnfóðurbásinn kemur með búnaði sem nefnist „pipe-feeder“ og með þeim búnaðir minnkar hávaðinn þegar fóðrið kemur og sömuleiðis minnka líkur á ryki. Í þessu er einnig búnaður sem kemur í veg fyrir að meira kjarnfóður komi í skálina þegar búið er að gefa kúnum rétt magn.

 

Lýsing