Til baka
EasyFood gjafakerfi
EasyFood gjafakerfi

EasyFood gjafakerfi

Vörunr.

 

Í náttúrunni ganga nautgripir að fóðri/grasi hvenær sólarhringsins sem er og þurfa ekki að bíða þar til einhver kemur með fóður og/eða ýtir fóðrinu að átsvæðinu. Sjálfvirkt gjafakerfi tryggir svipaða umgjörð og fæst í náttúrunni það er stöðugt framboð af fóðri hvenær sólahringsins sem er. Fóðurnýtnin verður meiri því nautgripirnir éta oftar og minna í einu. Svo fá yngri gripir meiri tíma og frið til að fóðrast. Jafnframt tryggir gjafakerfið ferskleika fóðursins þar sem gripirnir éta beint úr rúllunum/stæðukubbunum og því kemst súrefni aðeins að ysta lagi fóðursins

Gjafakerfið kemur að mestu samsett og þar af leiðandi er uppsetningin á kerfinu mjög hagstæð.

Hægt að fá í ýmsum stærðum.

Nánari upplýsingar má nálgast HÉR.

 

Lýsing