Til hamingju Kúskerpi ehf.

TIL HAMINGJU! - Kúskerpi ehf.

Nú erum við búin að afhenda síðustu rúlluvélina okkar þetta árið.
 
Hér má sjá hann Sigurð Inga Einarsson taka við McHale Fusion 3 Plus rúllusamstæðu fyrir hönd Kúskerpis ehf. í Skagafirði.
 
Þess má geta að Kúskerpisbændurnir eru verktakar og einnig miklir aðdáendur grænu vélanna og eiga þeir þrjár McHale rúllusamstæður.