Sumarið er tíminn!

Nú má segja að komið sé hásumar enda í mörgu að snúast. Okkur finnst sumarið sérstaklega skemmtilegur tími enda næturnar bjartar og gaman að vinna úti. 

Verkefnin framundan eru mýmörg og leggjum við áherslu á að gefa útigenginu okkar vel að borða svo þeir hafi orku í úthöldin.

Landstólpi mun í sumar reisa þónokkur fjós auk annarra bygginga og er í mörg horn að líta. Í þeirri keðju eru allir starfsmenn jafn mikilvægir. 

  • Gaman er að sjá ,,sáðvöruna okkar“ spretta upp af ökrunum og lofar góðu með uppskeru. 
  • Við gleðjumst með fóðurviðskiptavinum yfir góðum afurðum þeirra.
  • Afgreiðum girðingarefni á brettum.
  • Framleiðum innréttingar og grindur í fjós eins og enginn sé morgundagurinn.
  • … og svo erum við nýbúin að innrétta skrifstofur okkar upp á nýtt.
  • Ný kaffivél með úrval möguleika, fyrir alla sem koma við í verslun, lager eða á skrifstofu. 

Og svo er gaman þessa dagana að fylgjast með nýja fjósinu í Gunnbjarnarholti stækka og rísa :)

Semsagt- sumarið er skemmtilegt!