McHale R3100 afturvélin fær góð meðmæli

Þar sem að fyrri sláttur er búinn hjá flestum fannst okkur alveg tilvalið að heyra í honum Sigurði Loftssyni í Steinsholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og athuga hvernig gengið hefði með nýju McHale sláttuvélina. Sigurður og Sigríður Björk Gylfadóttir festu kaup á afturvél, R3100 hjá okkur í byrjun júní síðastliðinn.

Sigurður var hæstánægður með gripinn og nefndi eftirfarandi atriði sem við fengum góðfúslegt leyfi til þess að birta hér með.

 „Vélin hefur sterklegan ramma, armurinn er vel útbúinn og togar vélina skemmtilega áfram. Hægt er að taka þrýstinginn af vélinni við frágang og þar með losað um alla spennu sem er mjög góður kostur. Maður finnur ekki fyrir vélinni í flutningi.

Sigurður Loftsson

  „Ég hef aldrei notað afturvél sem fylgir landinu jafn vel og er eins stöðug og þessi vél, og vert er að nefna að vélin hefur verið notuð í margskonar aðstæðum.