Landstólpi og McHale á ferð um landið dagana 10. - 16. júní!

 Í tilefni af því að Landstólpi er orðinn umboðsaðili McHale á Íslandi finnst okkur tilvalið að fagna tímamótunum með hringferð um landið.

Við hefjum ferðina í höfuðstöðvum Landstólpa í Gunnbjarnarholti og stoppum í kjölfarið á nokkrum stöðum.

Frumsýning verður á McHale sláttuvélum!

Með í för verða McHale rúllusamstæður, Fusion 3 og Fusion 3+ ásamt fleiri tækjum frá vélasviði Landstólpa.

Fylgist með nánari fréttum á Facebook síðunni okkar .

Við hlökkum til þess að sjá sem flesta og tökum vel á móti ykkur.

Hér að neðan má sjá dagskrána okkar og hvar við verðum hverju sinni.

 • 10. júní:
  Gunnbjarnarholt: 19-22
  Lifandi frumsýning á McHale sláttuvélum!
  11. júní: 
 • Borgarnes: 10:00-12:00 - N1
  Búðardalur: 14:00-16:00 - KM Þjónustan
  Varmahlíð: 18:30-21:00 - Vélaval
  12. júní:
 • Dalvík: 11:00-13:00 - Olís
  Akureyri: 14:00-17:00 - Möl og sandur
  15. júní:
 • Fosshóll: 10:00-12:00
  Egilsstaðir: 16:00-18:00 - Landstólpi
 • 16. júní:
  Nesjar, Höfn: 10:00-12:00 - N1, sjálfsafgreiðslustöð
  Kirkjubæjarklaustur: 15:00-17:00 - N1
  Hvolsvöllur: 19:00-22:00 - N1