Kjarnfóður - Verðhækkun

Á morgun, fimmtudaginn 10. september tekur nýtt kjarnfóðurverð gildi.

Verðskrá hækkar um 5% á öllum tegundum, en þess má geta að frá síðustu verðbreytingu hefur gengi íslensku krónunnar veikst um rúmlega 9%.

Við höfum leitað allra leiða til að stilla verðlagningu okkar í hóf þrátt fyrir þessa miklu veikingu krónunnar, því er hækkunin eins og áður sagði 5%.

Verðlisti - Gildir frá 10.09.2020

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Arnarsson í síma 480-5609 eða í netfangið eirikur@landstolpi.is