Hringferð

Þá er komið að því!

Dagana 23. - 24. /25. maí ætla strákarnir á vélasviði að skella sér í hringferð um landið. 

Þar sem að hringferðin okkar heppnaðist svo vel síðast ákváðum við að slá til og skella okkur annan hring með nokkrum stoppum.
 
Með í för verður ný McHale Fusion 4+ rúllusamstæða, rafmagnsliðléttingur frá Giant ásamt fleiri tækjum.
 
Hér koma tímasetningar sem við stefnum á, við látum að sjálfsögðu vita ef eitthvað hnik verður á dagskrá 🙂
 
23. MAÍ:
👉 Borgarnes - Kl. 10-12 - Orkuplanið
👉 Staðarskáli - Kl. 13:30-14:30 - Orkuplanið
👉 Blönduós - Kl. 16-17 - Hjá ÓB
👉 Varmahlíð - Vélaval - Kl. 18-21 - Léttar veitingar og kvöldopnun í Vèlaval á sama tíma 🥳
 
24. MAÍ:
👉 Akureyri - Kl. 10-13
👉 Fosshóll - Kl. 14-15
👉 Egilsstaðir - Landstólpi/Kaupvangi 10 - Kl. 18-21 - Léttar veitingar í boði og kvöldopnun í búðinni á sama tíma 🤗
 
Ef það týnist ekki of hratt af vagninum hjá okkur þá stefnum við á að hafa eftirfarandi stopp:
 
25. MAÍ
👉 Höfn - Kl. 13-14
👉 Klaustur - Kl. 
 
....og jafnvel náum við lokastoppi á Hvolsvelli.
 
Við hlökkum til þess að sjá sem flesta og tökum vel á móti ykkur 😊