Fyrirlestur um kjarnfóður

Miðvikudaginn 11. janúar kl. 13:00 mun Landstólpi bjóða upp á fyrirlestur á netinu um kjarnfóður.

Fóðurfræðingurinn Sander Abrahamse ætlar að fara yfir heysýni síðasta sumars og kynna fyrir okkur nýja fóðurblöndu sem er að lenda á landinu.

Blandan ber heitið Bertha, blandan er með 18% prótein og er hugsuð sem ódýrari kostur þegar kjarnfóður er valið, þessi blanda var gerð til þess að reyna að koma til móts við þessar miklu hækkanir sem hafa verið síðasta árið.

Markmiðið er að hafa þetta stuttan og hnitmiðaðan hádegisfyrirlestur - Fræðast um fóðurframleiðandann DeHeus, heysýni síðasta sumars og nýja fóðrið, Berthu.

Athugið að fyrirlesturinn fer fram á ensku en glærur verð á íslensku.

Við hvetjum sem flesta til þess að vera með okkur.

Nálgast má hlekk á viðburðinn hér: 
https://teams.microsoft.com/registration/5uEJsUsK2keDCgDv3JdTqA,Oxr7sgJRb0GXFezSOpdKvg,otY_Ft6dwUyB4j5Hm4VPIw,5t5I4xPev0KFpBhyT3iAxw,io3Ecto06kOr95KSDA2qxw,8FuTubA3sUuVcsBEayJ_CA?mode=read&tenantId=b109e1e6-0a4b-47da-830a-00efdc9753a8