Framúrskarandi fyrirtæki - 2020

Landstólpi ehf. er Framúrskarandi fyrirtæki 2020

Sjötta árið í röð 

Við erum afar stolt af því að vera á meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum 2020.

Markmið Landstólpa er að vera ætíð til fyrirmyndar á öllum sviðum og það er okkur því mikils virði að vera meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf en heilbrigður rekstur hefur sjaldan skipt samfélagið jafn miklu og nú á þessum tímum.