Framúrskarandi fyrirtæki 2019

 

 Landstólpi hefur nú fimmta árið í röð verið valið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi 2019.

Við erum gríðarlega stolt af viðurkenningunni og er það okkar markmið að vera ætíð til fyrirmyndar á öllum sviðum. Helsti lykillinn að góðum árangri er mannauðurinn og viljum við því þakka okkar flotta starfsfólki vel unnin störf,  það á þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið. 

Samkvæmt CreditInfo telst fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki 2019 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2018 og 2017
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2018, 2017 og 90 m.kr. 2016