Fóðrun og heilbrigði kúa - Gunnbjarnarholti - 4. apríl!

Langar þig að fræðast um fóðrun og heilbrigði kúa? Þá hvetjum við þig til þess að kíkja á okkur í Gunnbjarnarholt, mánudaginn 4. apríl.
 
Landstólpi mun bjóða upp á fóðurfyrirlestur ásamt verklegri kennslu um heilbrigði kúa. Jan Willem Hakvoort fóðurfræðingur hjá De heus deilir visku sinni en hann er með 18 ára reynslu í fóðrun mjólkurkúa og 14 ára reynslu sem sérfræðingur í uppsetningu á fóðurtöflum mjaltaþjóna.
 
ATHUGIÐ! Skráning er nauðsynleg á þennan viðburð, ekki nægir að skrá sig hér á Facebook heldur þarf að senda tölvupóst á netfangið eirikur@landstolpi.is
 
DAGSKRÁ DAGSINS:
11:00 - FJÓSIÐ Í GUNNBJARNARHOLTI - Þar mun fara fram verkleg kennsla á heilbrigði kúa, hvað eiga bændur að horfa á þegar þeir horfa á kýrnar sínar (Cow signal)?
12:30 - SKRIFSTOFA LANDSTÓLPA Í GUNNBJARNARHOLTI - Hádegismatur
13:00 - SKRIFSTOFA LANDSTÓLPA Í GUNNBJARNARHOLTI - Fóðurfyrirlestur um fóðrun kúa og hráefni fóðurs.
 
Vonumst til að sjá sem flesta og hlökkum til að taka á móti ykkur!
 
ATHUGIÐ! Ef áhugi er fyrir hendi að fá okkur í heimsókn ásamt fóðurráðgjafa dagana 5. eða 6. apríl þá endilega sendið póst á netfangið eirikur@landstolpi.is