Fjör á Spáni :)

Hér eru allir starfsmenn mjög sáttir og sælir eftir frábæra árshátíðarferð til Granada á Spáni :)

Ferðin var farin 29. mars og átti að vera til 1. apríl, við fengum reyndar lengra stopp en til stóð og komum ekki heim fyrr en 2. apríl vegna bilunar í flugvél og ásamt því fengum við að prófa að vera veðurteppt á Spáni sem gerist nú ábyggilega ekki daglega.

Við gátum ýmislegt brallað í hitanum og margt hægt að skoða í Granada. Ekki var stíf dagskrá fyrir utan árshátíðarkvöldverð á laugardagskvöldinu og svo í hádeginu á sunnudeginum bauð starfsmannafélagið okkar "Stólpagrín" starfsmönnum í flakk á milli Tapasstaða þar sem við fengum að bragða hina ýmsu Tapasrétti sem runnu mis ljúflega niður, hver vill ekki góða sardiníu eftir gott djamm á árshátíð?

Á árshátíðarkvöldinu var þeim starfsmönnum sem hafa unnið hjá Landstólpa í 5 ár veitt viðurkenning. Það voru þau Margrét Hrund Arnarsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Björn Jón Óskarsson og Hörður Ársæll Sigmundsson. Við óskum þeim til hamingju með 5 árin :)

Þessi ferð var í alla staði mjög vel heppnuð og starfsfólkið ánægt með dvölina þrátt fyrir töluverða töf á heimför.

Þökkum Landstólpafólki samveruna á Spáni :)

Setjum hér með nokkrar myndir.