Erum mætt á Norðurland!

Haustlotan byrjuð :)

Byrjað er að reisa fyrsta hús af ellefu á Norðurlandi í þessari lotu, – tíu fjós og eitt iðnaðarhús.

Fyrsta húsið er nýtt fjós að Stekkjarflötum í Eyjafirði og síðan rísa hin húsin eitt af öðru á næstunni. 

Landstólpi finnur fyrir bæði metnaði og hug í mjólkurframleiðendum um allt land. Auk þess að standast kröfur laga og reglna um aðbúnað dýra er bændum umhugað um velferð dýra sinna og koma sér upp betri vinnuaðstöðu í leiðinni. 

Öll Landstólpafjós sem koma til með að rísa á næstunni, teljast til hátæknifjósa, með mjaltaþjónum, vélvæddum flórsköfum og jafnvel með tölvustýrðu gjafakerfi.

Fjósin eru þó fyrst og fremst hönnuð með velferð dýranna í huga þó fullyrða megi að bætt vinnuaðstaða hafi líka áhrif á velferð bænda!