Giant - Umsagnir

Giant

Þorbjörn Sigurðsson, loðdýraræktandi í Ásgerði í Hrunamannahreppi.

Lyftarinn er bæði notadrjúgur og liðtækur í margt, með mikla lyftigetu, sterkur og duglegur. Ég nota hann mest með gaffli til að flytja eitt og annað, ekki síst í tengslum við framleiðslu fóðurs í minkinn, en líka með rúllugreip eða skóflu.

Vorið 2016 keypti hann fyrsta Giant-skotbómulyftarann sem Landstólpi flutti til landsins (4548 Tendo) og er afar lukkulegur með liðveislu hollenska „jötunsins“.

Giant Tendo

Við erum ekki með mikinn heyskap en reynslan sýnir að þegar lyftarinn er notaður með rúllugreip er hann snilldargræja til að stafla heyrúllum og flytja þær til. Þetta er ábyggilega gott tæki fyrir þá sem stunda mikla rúlluverkun. Við ræktum og þurrkum korn, ræktum líka repju og pressum til að fá olíu í fóðrið. Lyftarinn kemur sér vel við flutning á því sem flytja þarf og hefur til dæmis lítið fyrir því að lyfta og flytja þúsund lítra geymi með repjuolíu.

Giant

Við hjá Sigur-görðum keyptum D337T HD vél af Landstólpa árið 2016. Í gegnum tíðina höfum við átt ýmis tæki og tól en þessi vél fer í flokk með þeim bestu.

Giant

Við keyptum vélina mjög vel útbúna ásamt hekkklippum, opnanlegri skóflu o.fl. og erum við mjög ánægð með gripinn. 

Ég keypti þessa Giant HD2700+ vél af Landstólpa í lok árs 2020 til að auðvelda okkur vinnuna við hellulagnir og lóðavinnu. Það allra mikilvægasta við valið á vélinni var að lyftigetan væri næg til að lyfta hellubretti og finnur þessi vél ekki fyrir því. 

Ánægjan með græjuna er það mikið að við eigum von á nýrri með lokuðu húsi í byrjun árs 2022.