• 1566

  VERSLUN

 • 503

  FÓÐUR

 • 1565

  TÆKI OG TÓL

 • 1562

  GÆLUDÝR

 • 1560

  ÚTI Á TÚNI

 • 497

  FYRIR GRIPAHÚSIÐ

Súrdoðaorkuskot – propylen glycol

13.960 kr.

Vörunúmer: 1909562 Flokkar: ,

Propylen glycol – súrdoðabrjótur

Notkun á Propylen glycol í lok geldstöðu og á fyrrihluta mjaltaskeiðs skilar sér í betra heilsufari og meiri mjólkurframleiðslu, sérstaklega á fyrstu 50 dögum mjaltaskeiðs. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að notkun á Propylen glycol lækkar gildi „ketons“ í blóði og minnkar gildi „scintons“ í mjólk ásamt því að sýrustig í blóði lækkar. Eldri kýr bregðast betur við Propylen glycol gjöf heldur en yngri kýr.

 

Rannsókn var gerð á tveimur hópum af Holstein kúm. Í báðum hópum voru 25 kýr og voru báðir hóparnir fóðraðir á sama skammti af gróffóðri og kjarnfóðri ásamt vítamínum og steinefnum. Öðrum hópnum var gefið 280 gr. af Propylen glycol pr/kú 14 dögum fyrir burð og svo aftur 80 dögum eftir burð en hinn hópurinn fékk ótakmarkaðan aðgang að heyi í staðinn.

 

Niðurstaðan var að sá hópur sem fékk Propylen glycol mjólkaði mun meira eða allt að 9 lítrum meira á dag.

 

Þú færð frekari upplýsingar um súrdoðaorkuskotin hjá sölumönnum okkar í síma 480-5600.