• 1566

  VERSLUN

 • 503

  FÓÐUR

 • 1565

  TÆKI OG TÓL

 • 1562

  GÆLUDÝR

 • 1560

  ÚTI Á TÚNI

 • 497

  FYRIR GRIPAHÚSIÐ

Kjarnfóður SumarBúster

Vörunúmer: 9755 Flokkur:

SumarBúster er ný tegund kjarnfóðurs á Íslandi sem hentar sérstaklega vel með beit.

 

Lækkun á fituinnihaldi í mjólkinni er mjög algeng þegar kýr fá ferskt gras eða fara á beit á vorin og sumrin en SúmarBúster á að viðhalda því. Fóðrið á því að hafa jákvæð áhrif á fitu- og próteininnihald í mjólkinni en auk þess er það orkumeira en hefðbundið kjarnfóður. Hærra hlutfall trénis í fóðrinu örvar virkni vambarinnar sem svo ætti að leiða til meiri mjólkurframleiðslu.

 

Ferskt gras, þá sérstaklega í sólskini, er þakið vaxi til að koma í veg fyrir ofþornun og vaxinu fylgja ómettaðar fitusýrur, SumarBúster inniheldur hinsvegar aukið hlutfall mettaðra fitusýra sem eru auðmeltanlegar og umbreytast beint í mjólkurfitu. Kjarnfóðrið er svo ríkt af andoxunarefnum eins og E-vítamíni sem verndar fitusameindirnar og ásamt orkunni minnka líkur á að fríar fitusýrur (FFS) verði í einhverjum mæli mjólkinni.