Lesa meira

Sláturtíðin er hafin

Við erum með ýmsar vörur fyrir komandi sláturtíð.    Bindigarn, kjötnet, eldhúshnífa, sláturhnífa, salt (nokkrar gerðir), stálkróka, sláturgarn, gervivambir, bjúgnagarnir, kjötsög, hrossabjúgnagarnir, vacum poka, heimilispoka og frystipoka af ýmsum gerðum og stærðum, pækilmæli, 2 tegundir af brýnum, bala, vogir, sagir og svona mætti lengi telja.    Frekari upplýsingar um sláturvörurnar okkar fást í síma 480-5600.

Lesa meira

Fjárvogir

Nú þegar réttir nálgast í flestum landshlutum er um að gera að huga að vigtun. Fjárvogirnar koma til okkar í næstu viku og verður boðið upp á bæði skífuvogir og stafrænar (digital) vogir.

Lesa meira

Starfsmenn óskast

Kranamenn óskast Óskum eftir öflugum kranamönnum með meirapróf og réttindi til að stjórna 65tm og 72tm bílkrönum. Mikill kostur að geta gripið í hamar, borvél og fleiri hefðbundin tæki og tól. Smiðir og verkamenn óskast Óskum eftir iðnmenntuðum smiðum og verkamönnum í reisingu stálgrindarhúsa. Leitum að metnaðarfullum, duglegum og sjálfstæðum aðilum með reynslu sem geta […]

Lesa meira

Nýr fóðurbíll

Nýr fóðurbíll er kominn til okkar en hann er kærkominn viðbót við flotann okkar. Þetta er þriðji fóðurbíllinn hjá okkur og erum við mjög ánægð með nýja bílinn sem fer sína fyrstu ferð með fóður í fyrramálið. Með kaupum á einum fóðurbíl til viðbótar er verið að snarauka þjónustu og dreifingu til viðskiptavina okkar. Nú […]

Lesa meira

SveitaSæla 2015

Laugardaginn 22. ágúst verður landbúnaðar og bændahátíðin Sveitasæla haldin í Skagafirði. Sýningin opnar kl. 10 og stendur fram eftir degi. Að sjálfsögðu verður Landstólpi á staðnum og hægt verður að kynna sér starfsemi okkar. Aðgangur ókeypis. Dagskrána í heild sinni má sjá á Facebook síðu Sveitasælu.

Lesa meira

Bændahátíð Landstólpa Egilsstöðum

AUSTURLAND ATHUGIÐ!   Bændahátíð Landstólpa á Egilsstöðum verður haldin föstudaginn 21. ágúst frá kl. 13-16. Sérfræðingur að sunnan verður á staðnum svo það er um að gera fyrir bændur og búalið að kíkja á kappann og fá sér kaffi og með því.    Allt hunda og kattafóður frá JOSERA verður á 20% afslætti þennan dag. […]

Lesa meira

Josera gæludýrafóður

Þann 19. ágúst næstkomandi verður haldin ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík fyrir ræktendur og aðra áhugasama frá kl. 20-22. Thomas Krack sérfræðingur á gæludýrasviði Josera í Þýskalandi mætir og verður með spennandi kynningu á gæludýrafóðri. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Skráning á ráðstefnuna og frekari upplýsingar fást með tölvupósti á kristjana@landstolpi.is. […]

Lesa meira

Úðunardæla fyrir íblöndunarefni

Vorum að taka upp nýja sendingu af úðunardælum fyrir íblöndunarefni. Takmarkað magn! Josilac úðadæluna er hægt að nota á sjálfhleðsluvagninn, rúlluvélina og stórbaggavélina. Hún er einföld í notkun og uppsetningu. Hægt er að skoða virkni dælunnar í myndbandi með því að smella HÉR.