TIL HAMINGJU MEÐ BÓNDADAGINN KÆRU BÆNDUR! :)

Á fyrsta degi þorra er hefð fyrir því að eiginkonan dekri sérstaklega við bónda sinn á þessum degi. Langar okkur hjá Landstólpa að aðstoða eiginkonur í dekrinu og bjóða bændum  – og búaliði- upp á hákarl og dýrindis „greni“ brennivíni, sérútbúið af bónda bæjarins….bragðast án efa ótrúlega vel.

  

Þegar þið eruð búnir að hoppa um húsið á skyrtunni og í annarri buxnaskálminni skv. hefðinni, er ekkert annað eftir en að kíkja í  heimsókn til okkar! Þá er svo sannarlega búið að bjóða Þorra velkominn.