Stórviðburður og heimsfrumsýning í Gunnbjarnarholti

RISA FRÉTTIR! Í tilefni af því að PubQuiz hringurinn um landið er að klárast og loka kvöldið annað kvöld í Gunnbjarnarholti, ætlum við heldur betur að krydda viðburðinn og hafa „HEIMSFRUMSÝNINGU“ á Suðurlandi á Merlin mjaltaþjóninum. Þetta verður KLIKKAÐ! Að vanda verða vegleg verðlaun í boði, og er því eins og áður hefur verið tekið fram eitthvað sem ENGINN ætti að láta fram hjá sér fara. Hlökkum til að taka vel á móti ykkur, og gera kvöldið að ógleymanlegum viðburði 🙂