Rafmagnslaust eftir hádegi í dag 6. nóvember

Okkur hefur borist neðangreind tilkynning frá RARIK um rafmangsleysi í Gunnbjarnarholti milli kl. 13-16.15 í dag. 

Þar með fer bæði sím- og tölvukerfi okkar úr sambandi. Þrátt fyrir það er hægt að ná inn til Landstólpa Gunnbjarnarholti gegnum aðalnúmerið 480-5600 og Landstólpa Egilsstöðum 480-5610  og koma skilaboðum áleiðis til viðkomandi starfsmanna.

Við munum svo hringja til baka eins fljótt og auðið er.  

 

Rafmagnslaust Skeið- og Gnúpverjahreppi 6.11.2018

05.11.2018 14:50

Rafmagnslaust verður frá Reykjum að Eystra-Geldingarholti Skeið- og Gnúpverjahreppi 06.11.2018 frá kl 13:00-13:15 og aftur frá kl 16:00-16:15 vegna tengivinnu á háspennu.Gunnbjarnarholt verður Rafmagnslaust frá kl 13:00-16:15.
Hægt er að sjá kort af svæði inn á WWW.RARIK.IS undir tilkynningar.
Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.