Nýr fóðurbíll

Nýr fóðurbíll er kominn til okkar en hann er kærkominn viðbót við flotann okkar. Þetta er þriðji fóðurbíllinn hjá okkur og erum við mjög ánægð með nýja bílinn sem fer sína fyrstu ferð með fóður í fyrramálið. Með kaupum á einum fóðurbíl til viðbótar er verið að snarauka þjónustu og dreifingu til viðskiptavina okkar. Nú þegar erum við að afgreiða fóður í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum en nú getum við loks farið að loka hringnum.