Leitum að liðsmanni á Egilsstaði

Viltu komast í liðið? – Landstólpaliðið

Okkur vantar nýjan liðsmann í starfsstöð okkar á Egilsstöðum.
Um er að ræða öll almenn afgreiðslu- og þjónustustörf en Landstólpi leggur áherslu á að þjónusta bændur, aðra dýraeigendur, verktaka, fyrirtæki og heimili með stórar og smáar rekstarvörur.
Viðkomandi þarf að:
– hafa gaman af fólki,
– vera þjónustulundaður,
– hafa þekkingu á þörfum bænda og annarra viðskiptavina Landstólpa
– hafa burði til að afgreiða stærri og þyngri hluti
– hafa líkamlega getu til að afgreiða, afferma/ferma
– Búa yfir talnagleggni og tölvukunnáttu
– geta haft yfirsýn yfir birgðastöðu og haldið henni réttri

Auk ofangreinds er góð íslenskukunnátta og bílpróf nauðsynlegt og vinnuvélaréttindi er kostur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um 100% stöðu er að ræða.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjana Jónsdóttir, kristjana@landstolpi.is eða í síma 4805610
Skila skal inn skriflegum umsóknum fyrir 05.juní næstkomandi á netfangið landstolpi@landstolpi.is  eða kristjana@landstolpi.is