Landstólpi í Laugardalshöll :)

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll um helgina, 12-14. október næstkomandi. 

Að sjálfsögðu verður Landstólpi þar og hlökkum við til að hitta sem flesta og kynna vörur okkar og framleiðslu. 

Síðustu dagar hafa farið í skipulagningu og undirbúning á svæði Landstólpa og er það von okkar að svæðið verði bæði áhugavert, skemmtilegt og fræðandi. 

Við ætlum ma. að vera með Fullwood Merlin mjaltaþjón, innréttingar, dýnur ofl. í gripahús en einfaldlega er sjón sögu ríkari 🙂 

Opnunartími sýningar er: 

föstudagur 12. október 14:00-19:00

laugardagur 13. október 10:00-18:00

sunnudagur 14. október 10:00-17:00

Hér má nálgast tímarit sýningarinnar þar sem er ma. að finna dagskrá yfir fyrirlestra og fræðslu, yfirlit yfir sýningarsvæði og fleira. Bendum sérstaklega á blaðsíðu 88 í ritinu en okkur finnst hún sérlega áhugaverð.  😉 

Einnig er bent á fésbókarsíðu  sýningarinnar til frekari fróðleiks. 

Verið velkomin á svæði Landstólpa og vonum að við sjáum sem flesta