Umsagnir

Giant er forkur duglegur

Giant umsögn

Þorbjörn Sigurðsson, loðdýraræktandi í Ásgerði í Hrunamannahreppi.

Lyftarinn er bæði notadrjúgur og liðtækur í margt, með mikla lyftigetu, sterkur og duglegur. Ég nota hann mest með gaffli til að flytja eitt og annað, ekki síst í tengslum við framleiðslu fóðurs í minkinn, en líka með rúllugreip eða skóflu.

Vorið 2016 keypti hann fyrsta Giant-skotbómulyftarann sem Landstólpi flutti til landsins (4548 Tendo) og er afar lukkulegur með liðveislu hollenska „jötunsins“.

Við erum ekki með mikinn heyskap en reynslan sýnir að þegar lyftarinn er notaður með rúllugreip er hann snilldargræja til að stafla heyrúllum og flytja þær til. Þetta er ábyggilega gott tæki fyrir þá sem stunda mikla rúlluverkun. Við ræktum og þurrkum korn, ræktum líka repju og pressum til að fá olíu í fóðrið. Lyftarinn kemur sér vel við flutning á því sem flytja þarf og hefur til dæmis lítið fyrir því að lyfta og flytja þúsund lítra geymi með repjuolíu.

Giant léttir verkin og lífið

Landstólpi er með söluumboð fyrir Giantliðléttinga og skotbómulyftara á Íslandi og hefur selt þá víða um land. Liðléttingarnir, sem Landstólpi hefur flutt inn, eru í þremur stærðum í hestöflum talið. Þeir eru með fjórhjóladrifi sem annað hvort er með sjálfvirkri læsingu á báðum öxlum eða tengt með rafmagnsrofa. Orðspor þeirra er mjög í anda ummæla Þorbjörns í
Ásgerði um skotbómulyftarann.

Ráðgjafar Landstólpa benda sérstaklega á miðstærðina (33 hestöfl) og segja þann liðlétting hiklaust henta flestöllum bændum landsins til að létta þeim verkin og lífið.

Vörur

Engar vörur í flokki