Hvítt Metal Halide

Metal Halide

Hvítt ljós

Metal Halide pera gefur skært hvítt ljós, og framleiðir 95 lumen per watt. 

Stýring

Sama hvor gerðin af lýsingu er valin þá er alltaf nauðsynlegt að hafa bestu og þéttustu lýsinguna yfir legubásunum. Í fjósi sem er yfir 25 metrar á breidd er þetta ekkert vandamál, þar sem alltaf þurfa að vera tvær raðir af ljósum. Í fjósi sem er undir 25 metrum á breidd þarf hinsvegar aðeins eina röð af ljósum yfir átplássi. Ljósin eru staðsett með 3-6 metra millibili eftir því hvar þau eru staðsett og hvor gerðin er notuð. Stýringin samanstendur af tveimur birtuskynjurum og tímarofa. Tímarofinn stýrir hve lengi ljósin loga á meðan birtuskynjararnir sjá um að ávallt sé næg lýsing í fjósinu. Þess utan er hægt að kveikja á einungis helming ljósanna yfir bjartasta daginn.

Hvítt ljós

Viðhald og umhirða

Með tímanum munu birtuskilyrðin í fjósinu óhjákvæmilega minnka sérstaklega þegar flugnaskítur, ryk og önnur óhreinindi minnka endurkast ljóssins. Jafnvel þótt ljósin séu þrifin reglulega og perunum skipt út, þá minnkar ljósmagnið. Í Bandaríkjunum hafa bændur miðað við 250 lux ljósstyrk, bæði af þessum sökum og vegna þess að ekki er þörf á að hreinsa ljósin eins oft. Annars er það vel vinnunnar virði að þrífa ljósin einu sinni til tvisvar á ári. Metal Halide pera við lok síns líftíma, en það er eftir 10.000 klst. gefur aðeins 75% af sínum upprunalega ljósstyrk, sem er þá svipað og hjá nýrri flúorperu. HP Sodium pera endist í allt að 24.000 klst. og missir minna af sínum upprunalega styrk. Ef perunum er skipt út þegar dagar þeirra eru taldir, en það væri eftir 3-6 ár, er tryggt að áhrif lýsingarinnar á heilbrigði og framleiðni kúnna sé í hámarki.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar inn á heimasíðu Agrilight, www.agrilight.nl

Sendu okkur fyrirspurn

Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.

Hafa samband

 

Vörur

Engar vörur í flokki

Vöruflokkar