Faresin

 Faresin er rótgróið Ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á skotbómulyfturum og fóðurblöndurum.
Margir kannast við FH lyftara sem er skammstöfun fyrir Faresin Haulotte, en eftir að því samstarfi lauk hélt framleiðslan áfram undir nafni Faresin.

Við hjá Landstólpa höfum notað Faresin skotbómulyftara í byggingardeildinni okkar og höfum af þeim góða reynslu.

Faresin voru þeir fyrstu sem kynntu til leiks rafmagns skotbómulyftara og hafa aðrir framleiðendur horft til þeirra við þróun á slíkum tækjum.

Við bjóðum að sjálfsögðu upp á Rafmagnslyftarann ásamt öllum öðrum stærðum og gerðum frá Faresin.


Þar sem útfærslur og aukabúnaður eru mjög fjölbreytt þá mælum við með að hafa samband við sölumann til að finna þá týpu sem hentar þér. Allar týpur má finna á heimasíðu Faresin 

Sendu okkur fyrirspurn

Við tökum glöð á móti öllum fyrirspurnum. Hægt er að senda okkur fyrirspurn með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda okkur póst á landstolpi@landstolpi.is. Einnig er hægt að hringja í okkur í síma 480-5600.

 HAFA SAMBAND

Vörur

Vöruflokkar