Hækkun á kjarnfóðurverði

Frá og með 13.september hækkar verð á kjarnfóðurblöndum Landstólpa um 8-11%

Skýrist það bæði af verðhækkunum á hráefni og veikingu íslensku krónunnar.

Landstólpi hefur spyrnt gegn verðbreytingum í lengstu lög þrátt fyrir hræringar á hráefnismörkuðum

með hagræðingum í flutningi og samningaviðræðum við birgja.

Gengi krónunnar er hinsvegar eitthvað sem ekki fæst við ráðið auk enn meiri hækkana á hráefnisverði.

Landstólpi hefur þó setið hjá í fjölda hækkana keppinauta sinna og mun ávallt leggja áherslu á að bjóða

samkeppnisfært verð, bændum til hagsbóta.