Sumarið er komið!

Gleðilegt sumar kæru landsmenn

Það er ekkert eins mikill vorboði eins og sáðvörulisti Landstólpa og farfuglarnir – og hafa nú birst öllum til gleði og ánægju! 

Hitt er svo annað mál að Sáðvörulistann 2018 er hægt að fanga hér vinstra megin á heimasíðunni en farfuglana ekki. 🙂  

Á listanum er að finna ,,gömlu og góðu“ tegundirnar ásamt nýjungum eins og td. rývingul og mismunandi ,,Stólpa blöndur“.

Það er okkur líka ánægja að geta boðið upp á fræ með sérstakri köfnunarefnishúðun, svokallaðri ProNitro fræhúðun, sem gefur næringu strax eftir sáningu. 

Ekki hika við að hafa samband við sölumenn okkar fyrir frekari upplýsingar og fyrirspurnir. 

Hægt er að nálgast listann líka hér.