Hækkun á akstursverði kjarnfóðurs

Frá og með deginum í dag mun akstur á fóðri hækka um 10%. Hefur Landstólpi frestað þessari óumflýjanlegu hækkun eins og framast er unnt en skýringu hennar er fyrst og fremst að leita í launahækkanir og launaskrið á almennum vinnumarkaði.

Þess má auk þess geta að ekki hefur orðið hækkun á akstursgjaldi síðan í október 2013 eða í tæp fjögur ár. Það er von okkar að viðskiptavinir sýni þessu skilning enda ávallt markmið okkar að tryggja besta mögulega verð á vöru og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar.