FRUMSÝNING á Fullwood Merlin mjaltaþjóni!

Landstólpi ehf. mun verða með Fullwood Merlin mjaltaþjóninn á Sveitasælu í Skagafirði á morgun 19. ágúst. Þar gefst gott tækifæri til frekari skoðunar og fræðslu um gripinn. Okkar menn verða á svæðinu og koma til með að veita allar upplýsingar um gripinn, hvort sem er um kosti, tæknilegar útfærslur, þjónustu við hann og verð – enda erum við sannfærð um að Merlin mjaltaþjónninn sé sá besti á markaðnum í dag.

Framleiðandi mjaltaþjónsins er breska stórfyrirtækið Fullwood sem er leiðandi í hönnun og framleiðslu mjaltakerfa og mjaltabúnaðar, hefur starfað í meira en sjö áratugi og skiptir við bændur í yfir 80 ríkjum um víða veröld.

Með hinu rótgróna og heimsþekkta vörumerki Fullwood býður Landstólpi nú upp á Merlin mjaltaþjóninn sem hluta af heildarlausn fyrirtækisins við fjósbyggingar. Fyrir fjósbyggjandann er slík heildarlausn mikil hagræðing, einfaldar skipulag, samskipti og framkvæmd að eiga við einn aðila í stað margra. 

Meginkostir Fullwood M2erlin mjaltaþjóna eru: 

  • Hraði.
  • Sveigjanleiki. 
  • Áreiðanleiki.
  • Skilvirkni. 
  • Aðbúnaður.
  • Hagstætt verð. 

Frekari myndbönd af Merlin M2 mjaltaþjóni er að finna hér.

Hlökkum til að sjá ykkur á Sveitasælu í reiðhöllinni á Sauðárkróki á morgun 19. ágúst.