Fiskeldishúsið rís í Ölfusi

Þessa dagana er Landstólpi að reisa stálgrindarhús yfir fiskeldi fyrir Laxa -Fiskeldi ehf. að Fiskalóni, Ölfusi. 

Mætt var á staðinn þriðjudaginn 27.06  og efnið flokkað og settar saman sperrur. Daginn eftir var farið að reisa og 29. júní var búið að koma upp allri stálgrind og flaggað að því tilefni, eins konar reisugilli :).

Í dag er unnið að frágangi enda þak- og veggjaklæðningar langt komar.

Óskum Löxum- Fiskeldi ehf. innilega til hamingju með nýja húsið og vonum að það komi til með að standa undir væntingum kaupenda um betri aðstöðu og aðbúnað.