• 870

  Færir í fjósum

 • 2210

  Sterkir í stálgrindarhúsum

 • 1647

  Super Premium gæludýrafóður

 • 7034
 • 7035

  Fóður til framtíðar...

 • Þrennt í einu!

  Þessa dagana erum við að reisa þrjú hús samtímis. Það köllum við rífandi gang!

  Um er að ræða Skarð í Lundareykjadal, Fiskalón í Ölfusi og Gunnbjarnarholt, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

   

  Á Skarði í Lundareykjadal er verið að ganga frá rúmlega 450 fermetra iðnaðar- og geymsluhúsi. Landstólpamenn mættu á svæðið 5. júlí síðastliðinn og eru nú í lokafrágangi. Guðjón Sigurðsson leiðir þetta vaska gengi en með honum eru Ludwik Nózka, Marcin Banczak og Pawel Panczak. 

  Skarð Lundareykjadal

  Skarð Lundareykjadal

  Skarð Lundareykjadal

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Á Fiskalóni í Ölfusi er verið að leggja lokahönd á rúmlega 620 fermetra fiskeldishús en þar var byrjað að reisa fyrir 2 vikum síðan. Dugnaðarforkarnir þar eru Hákon Páll Gunnlaugsson, Tomasz Walicki, Slawomir Walciki og Marcin Stoltmann 

  Fiskalón Ölfusi

  Fiskalón Ölfusi

  Fiskalón Ölfusi

   

   

   

   

   

   

   

   

   

  Í Gunnbjarnarholti er nú unnið að reisingu á nýju fjósi og er mjög gaman að sjá húsið rísa af grunni. Í heimagenginu eru hörkupiltarnir Steinar Baldursson, Eiður Örn Harðarson, Sigurður Kristmundsson, Daníel Heimisson, Viktor S. Björgvinsson og Viktor Máni Sigurðsson.

  Gunnbjarnarholt

  Gunnbjarnarholt

   

   

   

   

   

   

   

   

  Við erum ótrúlega stolt af starfsmönnum okkar sem skila frábæru verki, eru snöggir, vandvirkir og kunna sitt fag.  

  Landstólpi ehf. vill jafnframt nota þetta tækifæri og óska kaupendum innilega til hamingju með nýju húsin sín. 

Viltu koma með okkur í heimsókn í fjósið á Grund í Svarfaðardal? Smelltu á myndbandið hér að neðan og komdu með í ævintýralega ferð!

 

   

Skoða Við leggjum áherslu á góðar handbækur