• 870

  Færir í fjósum

 • 2210

  Sterkir í stálgrindarhúsum

 • 2955
 • 1647

  Super Premium gæludýrafóður

 • Tímamót hjá Landstólpa: umboð fyrir Fullwood-mjaltaþjóna

  Landstólpi ehf. hefur fengið einkaleyfi á Íslandi til að selja Fullwood  M2erlin mjaltaþjóna og veita notendum þeirra tilheyrandi þjónustu. Þetta gerist samkvæmt nýjum umboðssamningi við breska stórfyrirtækið Fullwood. Það er leiðandi í hönnun og framleiðslu mjaltakerfa og mjaltabúnaðar, hefur starfað í meira en sjö áratugi og skiptir við bændur í yfir 80 ríkjum um víða veröld.

  „Samningurinn við Fullwood markar tímamót hjá Landstólpa og raunar íslenskum kúabúskap yfirleitt, enda er breska fyrirtækið í fremstu röð í heiminum á sínu sviði. Aðdragandinn er vinna og viðræður undanfarin tvö ár en nú er samkomulagið í höfn eftir vandaðan undirbúning.

  Landstólpi tekur stórt skref í starfseminni með því að geta nú boðið hið heimsþekkta og rótgróna vörumerki Fullwood sem hluta heildarlausnar við fjósbyggingar. Það einfaldar skipulag, samskipti og framkvæmdir að eiga við einn aðila í stað margra. Slík hagræðing jafngildir sparnaði og þar getur munað miklu í krónum talið. Við kappkostum að bjóða viðskiptavinum einungis það besta og Fullwood mjaltaþjónar standa sannarlega undir því.“

  Þetta segir Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa,

  David O‘Hare, viðskiptaþróunarstjóri hjá Fullwood, kom til Íslands á dögunum og gekk frá umboðssamningnum. Hann segir:

  „Starfsemi Landstólpa er afar fagmannleg og staða fyrirtækisins sterk á íslenska markaðnum. Fullwood hefur miklar væntingar til samstarfs um að koma M2erlin á framfæri á Íslandi“

  Meginkostir Fullwood M2erlin mjaltaþjóna eru: 

  • Hraði.
  • Sveigjanleiki. 
  • Áreiðanleiki.
  • Skilvirkni. 
  • Aðbúnaður.
  • Hagstætt verð. 

  Frásögn á vef Fullwood af samningnum við Landstólpa er hér.

  Frekari myndbönd af Merlin M2 mjaltaþjóni er að finna hér.

  Frekari upplýsingar veita sölumenn Landstólpa ehf. í síma 480 5600

Viltu koma með okkur í heimsókn í fjósið á Grund í Svarfaðardal? Smelltu á myndbandið hér að neðan og komdu með í ævintýralega ferð!

 

   

Skoða Við leggjum áherslu á góðar handbækur